Markaðsstjóri Google: Sóknarfæri í auglýsingum á stafrænu formi Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 17:12 Gustav segir Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum. Klinkið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum.
Klinkið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira