Sport

Aníta efst á heimslistanum - frábært ár 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR. Mynd/Heimasíða ÍR
Hlaupakonan efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR trónir á toppi heimslistans árið 2012 í 2000 metra hindrunarhlaupi í flokki unglinga 17 ára og yngri með tímann 6:34,80 mínútur. Sá tími er auðvitað glæsilegt íslenskt aldursflokkamet í greininni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Aníta er svo í fjórða sæti á heimslistanum í 800 metra hlaupi í flokki 17 ára og yngri með Íslandsmetstímann sinn 2:03,15 mínútur sem hún náði með eftirminnilegum hætti á HM unglinga í Barcelona í júlí. Aníta er hinsvegar með besta tímann í 800 metra hlaupi af öllum sextán ára stúlkum í heiminum árið 2012.

Í flokki fullorðinna er Aníta næstbesti 800 metra hlaupari Norðurlanda en best í bæði 19 ár og 17 ára og yngri unglingaflokkum. Af þessu má sjá að Aníta hefur svo sannarlega skipað sér á bekk með efnilegustu hlaupakonum heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×