Íslenski boltinn

Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Einarsson, spilandi þjálfari Leiknisliðsins.
Gunnar Einarsson, spilandi þjálfari Leiknisliðsins. Mynd/Arnþór
Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar.

Leiknir vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 2-0 heimasigur á ÍR en Vigfús Arnar Jósepsson og Andri Steinn Birgisson skoruðu mörkin. Leiknir vann því alla þrjá leikina síðan að Gunnar Einarsson og Davíð Snorri Jónasson tóku við liðinu af Willum Þór Þórssyni.

Höttur varð að treysta á tap hjá Leikni sem og að vinna topplið Þórs en það tókst hvorugt. Sigurður Marinó Kristjánsson tryggði 1. deildarmeisturum Þórs 1-0 sigur.

Völsungar tryggðu sér sæti í 1. deild karla með 2-1 heimasigri á Njarðvík. Hrannar Björn Steingrímsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson komu Húsvíkingum í 2-0 en Njarðvíkingar minnkuðu muninn í lokin.

Þórður Birgisson tryggði KF 2-2 jafntefli á móti Hamar í Hveragerði þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. HK vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum og var á leiðinni upp svo framarlega sem KF tapaði sínum leik. KF náði hinsvegar að jafna og tryggja sér 2. sætið á betri markatölu en HK-ingar.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.

Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:

Haukar - Fjölnir 1-0

1-0 Magnús Páll Gunnarsson (82.)

Þór - Höttur 1-0

1-0 Sigurður Marinó Kristjánsson (18.)

Víkingur Ó. - Víkingur R. 3-3

0-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (4.), 0-2 Sigurður Egill Lárusson (6.), 1-2 Kristinn Magnús Pétursson (9.), 2-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (33.), 2-3 Egill Atlason (83.), 3-3 Torfi Karl Ólafsson (90.+2)

BÍ/Bolungarvík - KA 0-0

Þróttur R. - Tindastóll 6-0

1-0 Vilhjálmur Pálmason (11.), 2-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson (15.), 3-0 Oddur Björnsson (52.), 4-0 Helgi Pétur Magnússon, víti (60.), 5-0 Andri Gíslason (81.), 6-0 Hermann Ágúst Björnsson (88.)

Leiknir R. - ÍR 2-0

1-0 Vigfús Arnar Jósepsson (21.), 2-0 Andri Steinn Birgisson (80.)



Úrslitin í 2. deild karla í dag:

Afturelding - HK 1-2

Hamar - KF 2-2

Reynir S. - Fjarðabyggð 3-1

Dalvík/Reynir - KFR 9-0

Grótta - KV 1-3

Völsungur - Njarðvík 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×