Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.
Verðlaunin verða veitt þegar kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á afmæli Lennon. Eiginmaður einnar stúlkunnar tekur við verðlaununum fyrir þeirra hönd, en þær sitja nú í fangelsi í Rússlandi fyrir pönkbæn sem fram fór í dómkirkju í landinu. Auk hljómsveitarinnar verða fjórir aðrir heiðraðir. Það eru bandaríski aðgerðarsinninn Rachel Corrie, sem lést þegar hún varð undir jarðýtu Ísraelshers í Rafah árið 2003, leikritaskáldið Christopher Hitchens og hagfræðingurinn John Perkins sem skrifaði bókina Confessions of an Economic Hitman. Ekki hefur verið upplýst um hver fimmti verðlaunahafinn verður.