Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH - 22-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2012 12:28 FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti