Peyton Manning er ekki dauður úr öllum æðum | Úrslit helgarinnar 10. september 2012 11:45 Manning gengur hér stoltur af velli. Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira