Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? 19. september 2012 10:00 Roberto Di Matteo fagnar hér Meistaradeildartitlinum s.l. vor. Nordic Photos / Getty Images Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira