Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? 19. september 2012 10:00 Roberto Di Matteo fagnar hér Meistaradeildartitlinum s.l. vor. Nordic Photos / Getty Images Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn