Handbolti

Haukar unnu Hafnarfjarðamótið - fjórir Mosfellingar í úrvalsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarsson á góðri stundu.
Aron Rafn Eðvarsson á góðri stundu. Mynd/Daníel
Haukar tryggðu sér sigur á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í gær eftir 17-11 sigur á nágrönnum sínum í FH en spilað var á Strandgötunni. Haukar unnu alla leiki sína á mótinu því höfðu áður unnið 28-27 sigur á Aftureldingu og 35-11 sigur á Fram.

Gylfi Gylfason var markahæstur Haukamanna með fjögur mörk en þeir Jón Þorbjörnsson og Elías Már Halldórsson skoruðu þrjú mörk hvor.

Þetta er árlegt mót og fastur liður í undirbúningstímabili Hafnarfjarðarliðinu en þessu sinni tóku lið Fram og Aftureldingar þátt í mótinu.

FH varð í öðru sæti á mótinu og í þriðja sæti var lið Aftureldingar sem áttu engu að síður fjóra menn í úrvalsliðinu sem valið var af vefsíðunni handbolti.org. Haukarnir áttu tvö menn í liðinu en FH og Fram fengu bara einn leikmann kosinn í liðið.

Úrslit leikja á mótinu:

FH-Fram 21-17

Haukar-Afturelding 28-27

Haukar-Fram 32-11

FH-Afturelding 30-30

Haukar-FH 17-11

Fram-Aturelding 21-21

Lokastaðan:

Haukar 6 stig

FH 3 stig

Afturelding 2 stig

Fram 1 stig

Úrvalslið mótsins:

Markvörður: Davíð Svansson, Afturelding

Vinstri hornamaður: Stefán Baldvin Stefánsson, Fram

Hægri hornamaður: Einar Rafn Eiðsson, FH

Vinstri skytta: Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu

Miðjumaður: Tjörvi Þorgeirsson, Haukum

Hægri skytta: Sverrir Hermannsson, Aftureldingu

Línumaður: Pétur Júníusson, Aftureldingu

Varnarmaður: Matthías Árni Ingimarsson, Haukum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×