"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 10:30 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira