Sport

Merritt stórbætti heimsmetið í 110 m grindahlaupi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Merritt fagnar heimsmetinu á föstudaginn.
Merritt fagnar heimsmetinu á föstudaginn. Nordic Photos / Getty Images
Ólympíumeistarinn Aries Merritt frá Bandaríkjunum var stjarna síðasta móts demantamótaraðarinnar sem sem fór fram í Brussel í Belgíu á föstudagskvöldið.

Merritt setti nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann kom í mark á 12,80 sekúndum og bætti gamla metið um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Gamla metið átti Dayron Robles en hann setti það fyrir fjórum árum síðan.

„Ég var í sjokki þegar ég sá tímann á töflunni," sagði Merrit en taflan sýndi 12,81 sekúndu þegar hann kom í mark. Staðfestur tími var svo 12,80 sek.

„Þetta er mun betra en ég mátti eiga von á. Svo var tíminnn meira að segja bættur um einn hundraðshluta úr sekúndu. Ótrúlegt."

Usain Bolt keppti í 100 m hlaupi og kom fyrstur í mark á 9,86 sekúndum sem er nokkuð frá heimsmeti hans í greininni. En sigurinn dugði honum til að tryggja sér titilinn á demantamótaröðinni í fyrsta sinn á ferlinum.

Bolt er vanur því að fá alla athyglina hvar sem hann keppir en í þetta sinn var Merritt í sviðsljósinu. „Hann á það skilið. 0,07 er mikil bæting."

Yohan Blake, landi Blake frá Jamaíku, varð fyrstur í 200 m hlaupi á 19,54 sekúndum en Blake náði næstbesta tíma sögunnar, 19,26 sek, á þessu móti fyrir ári síðan.

Þeir Bolt og Blake gáfu það út eftir Ólympíuleika að þeir myndu ekki keppa aftur gegn hvorum öðrum aftur á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×