Vitali Klitschko svitnaði varla | Ward varði titlana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2012 14:00 Vitaly Klitschko fagnar sigri í gær. Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikakapparnir Vitali Klitschko og Andre Ward vörðu báðir heimsmeistaratitla sína í þyngdarflokkum sínum í gær og nótt. Úkraínumaðurinn Klitschko fór létt með Manuel Charr frá Þýskalandi þegar þeir mættust í Moskvu. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu en Charr hafði verið sleginn niður í annarri lotu. Charr fékk svo skurð fyrir ofan hægra auga í fjórðu lotu sem varð til þess að bardaginn varð stöðvaður. Charr brást afar illa við þessu og mótmælti kröftuglega. Þetta var mögulega síðasti bardagi Klitschko á ferlinum en það mun ráðast af því hvort hann verði kosinn á þing í Úkraínu í næsta mánuði. Klitschko sagði fyrir bardagann að framhaldið muni ráðast af útkomu kosninganna. Klitschko varði WBC-þungavigtartitil sinn í nótt en hann er 41 árs gamall. Wladimir Klitschko, yngri bróðir Vitali, er handhafi allra annarra stóru titlanna í sama þyngdarflokki. Bandaríkjamennirnir Andre Ward og Chad Dawson áttust svo við í ofurmillivigt þar sem sá fyrrnefndi varð WBA- og WBC-heimsmeistaratitla sína. Ward sló Dawson niður í þriðju og fjórðu lotu og játaði sig svo sigraðan eftir tíundu lotu. Þetta var 26. sigur Ward í röð en hann er enn ósigraður. Dawson er heimsmeistari í léttþungavigt en létti sig svo hann gæti keppt í þessum þyngdarflokki. Box Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira
Hnefaleikakapparnir Vitali Klitschko og Andre Ward vörðu báðir heimsmeistaratitla sína í þyngdarflokkum sínum í gær og nótt. Úkraínumaðurinn Klitschko fór létt með Manuel Charr frá Þýskalandi þegar þeir mættust í Moskvu. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu en Charr hafði verið sleginn niður í annarri lotu. Charr fékk svo skurð fyrir ofan hægra auga í fjórðu lotu sem varð til þess að bardaginn varð stöðvaður. Charr brást afar illa við þessu og mótmælti kröftuglega. Þetta var mögulega síðasti bardagi Klitschko á ferlinum en það mun ráðast af því hvort hann verði kosinn á þing í Úkraínu í næsta mánuði. Klitschko sagði fyrir bardagann að framhaldið muni ráðast af útkomu kosninganna. Klitschko varði WBC-þungavigtartitil sinn í nótt en hann er 41 árs gamall. Wladimir Klitschko, yngri bróðir Vitali, er handhafi allra annarra stóru titlanna í sama þyngdarflokki. Bandaríkjamennirnir Andre Ward og Chad Dawson áttust svo við í ofurmillivigt þar sem sá fyrrnefndi varð WBA- og WBC-heimsmeistaratitla sína. Ward sló Dawson niður í þriðju og fjórðu lotu og játaði sig svo sigraðan eftir tíundu lotu. Þetta var 26. sigur Ward í röð en hann er enn ósigraður. Dawson er heimsmeistari í léttþungavigt en létti sig svo hann gæti keppt í þessum þyngdarflokki.
Box Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira