Handbolti

Arftaki Guðmundar tilkynntur í hádeginu

Fastlega er búist við því að Aron verði tilkynntur sem næsti landsliðsþjálfari.
Fastlega er búist við því að Aron verði tilkynntur sem næsti landsliðsþjálfari.
HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu en þar verður tilkynnt um nýjan landsliðsþjálfara í handknattleik en eins og kunnugt er þá lét Guðmundur Guðmundsson af starfi sínu eftir Ólympíuleikana.

Aron Kristjánsson hefur verið þráfaldlega orðaður við starfið síðustu mánuði og það kæmi því lítt á óvart ef hann verður ráðinn.

Aron hefur ekki látið ná í sig undanfarna daga og herma heimildir íþróttadeildar að hann sé búinn að vera í viðræðum við HSÍ í talsverðan tíma.

Landsliðsnefnd HSÍ hefur einnig reynt að halda þeim Óskari Bjarna Óskarssyni og Gunnari Magnússyni í landsliðsþjálfarateyminu og verður væntanlega tilkynnt um fulla skipun á teyminu í dag.

Vísir mun færa ykkur allar fréttirnar er þær gerast í hádeginu þannig að fylgist með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×