Sjálfsmark nægði Liverpool í Edinborg - KR-banarnir steinlágu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2012 20:38 Mynd/Nordic Photos/Getty Sjálfsmark Andy Webster tryggði Liverpool 1-0 sigur á Hearts í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. Martin Kelly lagði upp sigurmarkið með góðum spretti upp hægri kantinn og flottri fyrirgjöf inn í markteiginn. Fabio Borini missti af boltanum sem fór af Andy Webster og í markið. Sigur Liverpool var þó ekki sannfærandi en frammistaðan var nóg til að koma liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Hearts-liðið stóð sig vel og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í tapinu á móti West Brom. Glen Johnson, Martin Skrtel, Steven Gerrard, Lucas, Joe Allen, Stewart Downing og Luis Suarez fóru út úr Liverpool-liðinu en í staðinn komu inn Jordan Henderson, Jay Spearing, Jamie Carragher, Charlie Adam, Raheem Sterling, Jonjo Shelvey og Jack Robinson.KR-banarnir í HJK Helsinki steinlágu á sama tíma 0-5 á útivelli á móti spænska liðinu Athletic Bilbao. Aritz Aduriz og Markel Susaeta skoruðu tvö mörk fyrir Bilbao en fimmta markið gerði Inigo Pérez.Esteban Cambiasso og Rodrigo Palacio skoruðu mörk ítalska liðsins Inter Milan í 2-0 sigri á Vaslui í Rúmeníu.Hannover 96 vann ótrúlegan 5-3 sigur á Slask Wroclaw í Póllandi. Hannover 96 komst í 2-0 eftir 25 mínútur og var 3-1 yfir í hálfleik. Pólverjarnir jöfnuðu leikinn en Þjóðverjarnir skoruðu tvö mörk á síðustu átta mínútum. Leon Andreasen skoraði 2 mörk fyrir Hannover en hin mörkin skoruðu þeir Jan Schlaudraff, Lars Stindl og Manuel Schmiedebach. Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Sjálfsmark Andy Webster tryggði Liverpool 1-0 sigur á Hearts í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. Martin Kelly lagði upp sigurmarkið með góðum spretti upp hægri kantinn og flottri fyrirgjöf inn í markteiginn. Fabio Borini missti af boltanum sem fór af Andy Webster og í markið. Sigur Liverpool var þó ekki sannfærandi en frammistaðan var nóg til að koma liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Hearts-liðið stóð sig vel og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í tapinu á móti West Brom. Glen Johnson, Martin Skrtel, Steven Gerrard, Lucas, Joe Allen, Stewart Downing og Luis Suarez fóru út úr Liverpool-liðinu en í staðinn komu inn Jordan Henderson, Jay Spearing, Jamie Carragher, Charlie Adam, Raheem Sterling, Jonjo Shelvey og Jack Robinson.KR-banarnir í HJK Helsinki steinlágu á sama tíma 0-5 á útivelli á móti spænska liðinu Athletic Bilbao. Aritz Aduriz og Markel Susaeta skoruðu tvö mörk fyrir Bilbao en fimmta markið gerði Inigo Pérez.Esteban Cambiasso og Rodrigo Palacio skoruðu mörk ítalska liðsins Inter Milan í 2-0 sigri á Vaslui í Rúmeníu.Hannover 96 vann ótrúlegan 5-3 sigur á Slask Wroclaw í Póllandi. Hannover 96 komst í 2-0 eftir 25 mínútur og var 3-1 yfir í hálfleik. Pólverjarnir jöfnuðu leikinn en Þjóðverjarnir skoruðu tvö mörk á síðustu átta mínútum. Leon Andreasen skoraði 2 mörk fyrir Hannover en hin mörkin skoruðu þeir Jan Schlaudraff, Lars Stindl og Manuel Schmiedebach.
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira