ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2012 21:11 Einar Daði Lárusson og félagar í ÍR brosa eftir fyrri daginn. Mynd/Stefano Begnis ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira