ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2012 21:11 Einar Daði Lárusson og félagar í ÍR brosa eftir fyrri daginn. Mynd/Stefano Begnis ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira