Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Tiit Sokk, þjálfari eistneska landsliðsins, varð Ólympíumeistari með Sovetríkjunum 1988. Hér er hann lengst til vinstri á myndinni. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira