Íslenski boltinn

Þórsarar með myndarlegt forskot á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Ernir
Þór frá Akureyri vann í kvöld öruggan 4-0 sigur á Tindastóli í 1. deild karla og er fyrir vikið í afar góðri stöðu á toppi deildarinnar.

Þór er nú með 38 stig eftir sigurinn í kvöld og níu stiga forysta á Fjölni, sem er í þriðja sæti, þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Sigurinn í kvöld var öruggur eins og tölurnar bera með sér en þetta var sjöundi sigur Þórsara í röð í 1. deild karla. Ármann Pétur Ævarsson skoraði eitt marka Þórs í kvöld en þar með hefur hann skorað í fjórum leikjum í röð.

Víkingur frá Ólafsvík er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig og með þriggja stiga forystu á Fjölni. Næstu lið á eftir, Þróttur og Haukar, eru með 27 stig og þá er KA með 26 stig.

Þór - Tindastóll 4-0

1-0 Orri Freyr Hjaltalín (28.)

2-0 Ármann Pétur Ævarsson, víti (52.)

3-0 Kristinn Þór Björnsson (64.)

4-0 Jóhann Helgi Hannesson (78.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×