Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku 29. ágúst 2012 13:36 Google skilur nú Íslenskuna. mynd/AFP Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira