Tískuáhugakonurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Álfrún Pálsdóttir hafa nú tekið sig saman og stofnað glæsilega heimasíðu undir nafninu Trendnet.is. Síðan var opnuð formlega í gær.
Á síðunni hafa helstu tísku- og lífsstílsbloggarar landsins verið sameinaðir undir einum hatti eða alls sjö bloggarar, fimm sem hafa haldið úti flottu bloggi og tveir einstaklingar sem eru að þreyta frumraun sína í bloggheiminum. Meðal þeirra eru til dæmis Pattra sem hefur bloggað undir Pattra´s Closet – Hildur Ragnars hjá Hilrag.com og Svana Lovísa hjá Svörtu á hvítu.
Síðan, sem auðveldar lesandanum að flakka á milli blogga, stefnir einnig á að vera lifandi og aktíf á helstu samskiptamiðlum á borð við Instagram, Facebook og Twitter.
Trendnet.is

