Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2012 18:45 Pussy Riot í dómsal í dag mynd/afp Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv. Andóf Pussy Riot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira