Íslenski boltinn

Fjölnir heldur í við Ólsara | KA lagði Víking

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhann Helgason var hetja norðanmanna í kvöld.
Jóhann Helgason var hetja norðanmanna í kvöld.
Fjölnir skaust í annað sæti 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með 3-0 heimasigri á ÍR. Á sama tíma mátti Víkingur sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn KA.

Fjölnismenn komust yfir með sjálfsmarki gestanna eftir hálftímaleik og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu heimamanna.

Ásgúst Örn Arnarson skoraði þriðja mark Grafarvogspilta stundarfjórðungi fyrir leikslok. Stigin þrjú setja Fjölni í annað sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigum á eftir forystusauðunum frá Ólafsvík sem lögðu Hött fyrr í kvöld.

Jóhann Helgason var hetja KA sem vann 1-0 útisigur á Víkingum í Fossvoginum. Mark Jóhanns kom snemma í síðari hálfleik.

KA skaust upp í 4. sæti deildarinnar á kostnað Víkinga með sigrinum. Bæði lið hafa 19 stig en KA-menn betri markatölu sem munar tveimur mörkum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorun frá Úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×