Yang leggur spaðann á hilluna | Þjálfara og fyrirkomulagi kennt um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 22:30 Yu Yang, önnur frá vinstri, að lokinni viðureigninni umdeildu. Nordicphotos/Getty Heimsmeistari kvenna í badminton, Yu Yang frá Kína, hefur lagt spaðann á hilluna. Ákvörðunina tók hún eftir að henni var vikið úr badmintonkeppni Ólympíuleikanna ásamt sjö öðrum keppendum sem reyndu vísvitandi að tapa leikjum sínum í tvíliðaleik kvena. Óhætt er að fullyrða að tvíliðaleikur í badmintonkeppni kvenna hafi aldrei fengið jafnmikla athygli og á leikunum í London. Í tveimur leikjum riðlakeppninnar á þriðjudag kom upp sú einkennilega staða að öll pörin fjögur vildu tapa. Yu Yang og liðsfélagi hennar Wang Xiaoli, sem þóttu líklegastar til sigurs á leikunum í tvíliðaleikskeppni kvenna, voru eitt paranna sem sent var heim. Auk þeirra fékk annað kínverskt par, par frá Indónesíu og par frá Suður-Kóreu reisupassann. „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt. Í fyrsta lagi er það fyrirkomulagið sem er vandamálið. Það er mitt mat," segir Kínverjinn Xu Chen sem keppir ásmat Ma Jin í úrslitum í tvenndarleik á morgun. Fyrirkomulagi badmintonkeppninnar var breytt fyrir yfirstandandi Ólympíuleika. Í stað hefðbundinnar útsláttarkeppni var keppendum skipt í riðla. Lokastaðan í riðlinum réð því hver andstæðingurinn yrði í útsláttarkeppninni þar sem kínversku pörin reyndu að forðast hvort annað. Að sama skapi reyndu pörin frá Suður-Kóreu og Indónesíu að forðast að mæta kínversku pörunum. „Ég mun hvetja hana (Yu Yang) til að halda áfram keppni. Þrátt fyrir það sem gerðist var of mikið að vísa þeim úr keppni. Stelpurnar hafa lagt svo hart að sér undanfarin fjögur ár," segir Wang Xin næstefsta kona heimslistans. Kastljósið hefur ekki síst beinst að þjálfara kínverska liðsins sem horfði upp á landsliðsmenn sína senda fokkuna viljandi í netið hvað eftir annað. Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua tekur upp hanskann fyrir leikmennina og skellir skuldinni á þjálfarann. „Það á ekki að refsa kínversku leikmönnunum. Aðalþjálfarinn, Li Yongbo, er höfuðástæða þess að þessi leið var farin á leikunum," segir í frétt fjölmiðilsins. Xu Chen, sem leikur í úrslitaleik tvenndarleiksins á morgun, fagnaði sigrinum í undanúrslitum með handabendingum til þjálfara síns í stúkunni. Ekki var að sjá að kínversku keppendurnir væru ósáttir við þjálfara sinn. „Ég veit ekkert hvað er að gerast í Kína í augnablikinu. Ég einbeiti mér alfarið að leik mínum. En auðvitað styð ég Li og geri áfram. Hann er aðalþjálfarinn okkar eftir allt saman," segir Xu sem ásamt Wang Xiaoli mætir löndum sínum Zhang Nan og Zhao Yunlei í úrslitum tvenndarleiksins. Erlendar Tengdar fréttir Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15 Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00 Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00 Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Heimsmeistari kvenna í badminton, Yu Yang frá Kína, hefur lagt spaðann á hilluna. Ákvörðunina tók hún eftir að henni var vikið úr badmintonkeppni Ólympíuleikanna ásamt sjö öðrum keppendum sem reyndu vísvitandi að tapa leikjum sínum í tvíliðaleik kvena. Óhætt er að fullyrða að tvíliðaleikur í badmintonkeppni kvenna hafi aldrei fengið jafnmikla athygli og á leikunum í London. Í tveimur leikjum riðlakeppninnar á þriðjudag kom upp sú einkennilega staða að öll pörin fjögur vildu tapa. Yu Yang og liðsfélagi hennar Wang Xiaoli, sem þóttu líklegastar til sigurs á leikunum í tvíliðaleikskeppni kvenna, voru eitt paranna sem sent var heim. Auk þeirra fékk annað kínverskt par, par frá Indónesíu og par frá Suður-Kóreu reisupassann. „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt. Í fyrsta lagi er það fyrirkomulagið sem er vandamálið. Það er mitt mat," segir Kínverjinn Xu Chen sem keppir ásmat Ma Jin í úrslitum í tvenndarleik á morgun. Fyrirkomulagi badmintonkeppninnar var breytt fyrir yfirstandandi Ólympíuleika. Í stað hefðbundinnar útsláttarkeppni var keppendum skipt í riðla. Lokastaðan í riðlinum réð því hver andstæðingurinn yrði í útsláttarkeppninni þar sem kínversku pörin reyndu að forðast hvort annað. Að sama skapi reyndu pörin frá Suður-Kóreu og Indónesíu að forðast að mæta kínversku pörunum. „Ég mun hvetja hana (Yu Yang) til að halda áfram keppni. Þrátt fyrir það sem gerðist var of mikið að vísa þeim úr keppni. Stelpurnar hafa lagt svo hart að sér undanfarin fjögur ár," segir Wang Xin næstefsta kona heimslistans. Kastljósið hefur ekki síst beinst að þjálfara kínverska liðsins sem horfði upp á landsliðsmenn sína senda fokkuna viljandi í netið hvað eftir annað. Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua tekur upp hanskann fyrir leikmennina og skellir skuldinni á þjálfarann. „Það á ekki að refsa kínversku leikmönnunum. Aðalþjálfarinn, Li Yongbo, er höfuðástæða þess að þessi leið var farin á leikunum," segir í frétt fjölmiðilsins. Xu Chen, sem leikur í úrslitaleik tvenndarleiksins á morgun, fagnaði sigrinum í undanúrslitum með handabendingum til þjálfara síns í stúkunni. Ekki var að sjá að kínversku keppendurnir væru ósáttir við þjálfara sinn. „Ég veit ekkert hvað er að gerast í Kína í augnablikinu. Ég einbeiti mér alfarið að leik mínum. En auðvitað styð ég Li og geri áfram. Hann er aðalþjálfarinn okkar eftir allt saman," segir Xu sem ásamt Wang Xiaoli mætir löndum sínum Zhang Nan og Zhao Yunlei í úrslitum tvenndarleiksins.
Erlendar Tengdar fréttir Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15 Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00 Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00 Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15
Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00
Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00
Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00