Íslenski boltinn

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Skota

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Sandra María sem er hér á hægri hönd er markahæst í Pepsi-deild kvenna.
Sandra María sem er hér á hægri hönd er markahæst í Pepsi-deild kvenna.
Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik sem fór fram í Glasgow. Sandra María Jessen kom íslensku stúlkunum yfir eftir að hafa komið inn á sem varamaður en Skotarnir jöfnuðu á lokamínútum leiksins og jafntefli því staðreynd.

Þetta er annað mark Söndru í sínum öðrum landsleik og má því segja að hún byrji landsliðsferil sinn með glæsibrag

Leikurinn var nokkuð rólegur lengst af en íslensku stelpurnar voru þó með yfirhöndina á löngum köflum í leiknum.

Það var svo á 75. mínútu sem Íslendingar komust yfir en þar var að verki Sandra María en hún skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Söru Björk Gunnarsdóttur.

Skotum tókst svo að jafna leikinn á lokamínútu leiksins en þá skoraði Emma Mitchell með góðu skoti fyrir utan vítateig íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×