Glæsilegur afmælispakki Trausti Júlíusson skrifar 10. ágúst 2012 20:00 Það eru 10 diskar og bók í Philadelphia International-pakkanum Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Það naut mikillar velgengni á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þekktustu tónlistarmennirnir hjá PI voru The O'Jays, Billy Paul, Harold Melvin and the Blue Notes og Lou Rawls, en fjölmargir aðrir voru á mála hjá fyrirtækinu. PI var mikilvægasta sálartónlistarútgáfa áttunda áratugarins. Hún starfaði í svipuðum anda og Motown og Stax gerðu á sjöunda áratugnum, en tónlistin var fágaðri og meira fínpússuð útgáfa af sálartónlist með mikilli áherslu á strengjaútsetningar. Hún hafði mikil áhrif á popptónlistarhljóm áttunda áratugarins, diskóið og danstónlistina. Mikill meirihluti tónlistar PI var tekin upp í Sigma Sound-hljóðverinu og eins og Motown og Stax hafði PI húshljómsveit sem spilaði undir hjá hinum ýmsu listamönnum útgáfunnar. Það var M.F.S.B. (Mother Father Sister Brother), sem einnig gaf út eigin plötur sem margar náðu vinsældum. Hinn fágaði hljómur Gambles og Huffs vakti mikla athygli og varð meðal annars til þess að David Bowie tók plötuna sína Young Americans upp í Sigma Sound árið 1974. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir. Í PI afmælispakkanum eru 165 lög á tíu geisladiskum, næstum því þrettán klukkutímar af tónlist. Það fylgir líka 60 blaðsíðna bók með ýtarlegum upplýsingum og útgáfulista, skrifuð af Ralph Tee og David Grimes sem báðir eru á meðal virtustu PI-sérfræðinga heims. Tónlist PI hefur verið margendurútgefin, en þessi nýi afmælispakki er í sérflokki. Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Það naut mikillar velgengni á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þekktustu tónlistarmennirnir hjá PI voru The O'Jays, Billy Paul, Harold Melvin and the Blue Notes og Lou Rawls, en fjölmargir aðrir voru á mála hjá fyrirtækinu. PI var mikilvægasta sálartónlistarútgáfa áttunda áratugarins. Hún starfaði í svipuðum anda og Motown og Stax gerðu á sjöunda áratugnum, en tónlistin var fágaðri og meira fínpússuð útgáfa af sálartónlist með mikilli áherslu á strengjaútsetningar. Hún hafði mikil áhrif á popptónlistarhljóm áttunda áratugarins, diskóið og danstónlistina. Mikill meirihluti tónlistar PI var tekin upp í Sigma Sound-hljóðverinu og eins og Motown og Stax hafði PI húshljómsveit sem spilaði undir hjá hinum ýmsu listamönnum útgáfunnar. Það var M.F.S.B. (Mother Father Sister Brother), sem einnig gaf út eigin plötur sem margar náðu vinsældum. Hinn fágaði hljómur Gambles og Huffs vakti mikla athygli og varð meðal annars til þess að David Bowie tók plötuna sína Young Americans upp í Sigma Sound árið 1974. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir. Í PI afmælispakkanum eru 165 lög á tíu geisladiskum, næstum því þrettán klukkutímar af tónlist. Það fylgir líka 60 blaðsíðna bók með ýtarlegum upplýsingum og útgáfulista, skrifuð af Ralph Tee og David Grimes sem báðir eru á meðal virtustu PI-sérfræðinga heims. Tónlist PI hefur verið margendurútgefin, en þessi nýi afmælispakki er í sérflokki.
Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira