Íslenski boltinn

Þróttur endurheimtir uppalda leikmenn

Frá vinstri: Hjálmar, Sigmundur og Haraldur.
Frá vinstri: Hjálmar, Sigmundur og Haraldur. Mynd/Þróttur
Hjálmar Þórarinsson, Sigmundur Kristjánsson og Haraldur Hróðmarsson hafa gengið í raðir 1. deildarliðs Þróttar. Leikmennirnir eru uppaldir hjá félaginu og snúa því aftur á kunnulegar slóðir.

Hjálmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Þróttara árið 2002 en hélt ungur að árum til Hearts í Skotlandi. Hann hefur spilað með Fram undanfarin ár en síðast með Berserkjum í 3. deildinni.

Sigmundur lék fyrst með meistaraflokki Þróttar árið 2000. Hann spilaði síðar með KR en lék síðast í Danmörku. Hann kom inná í 1-0 sigri Þróttar á Þór um síðustu helgi.

Þá lék Haraldur með Hamri á síðasta tímabili en gekk til liðs við BÍ/Bolungarvík fyrir yfirstandandi tímabil. Hann fékk sig lausan þaðan og kom inn á í leiknum gegn Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×