Sport

Usain Bolt er viss um sigur í spretthlaupunum á ÓL í London

Usain Bolt er handviss um að hann standi uppi sem sigurvegari í spretthlaupunum á ÓL í London.
Usain Bolt er handviss um að hann standi uppi sem sigurvegari í spretthlaupunum á ÓL í London. Nordic Photos / Getty Images
Usain Bolt er handviss um að hann geti endurtekið leikinn frá því á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann sigraði í 100 og 200 metra hlaupi – og setti heimsmet í báðum greinum. Bolt leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir titilvörnina en Ólympíuleikarnir verða settir í London á föstudag.

Í viðtali við The Sunday Gleaner segir Bolt að hann sé ekki í vafa um að hann geti endurtekið afrek sín frá því í Peking. „Ég er sannfærður um að get endurtekið það sem ég gerði í Peking. Ég er í fínu standi, engin meiðsli og ég er ánægður með ástandið á mér," sagði Bolt en hann er staddur í Birmingham á Englandi þar sem að landslið Jamaíku dvelur.

„Ég hef æft vel og mikið og Ólympíuleikarnir eru það eina sem ég hugsa um þessa stundina," bætti hann við. Það má búast við að landar hans Yohan Blake og Asafa Powell verði einnig með í baráttunni um Ólympíugulið.

Bolt bætti eigin heimsmet í 100 og 200 metra hlaupunum á HM í Berlín árið 2009. Hann hljóp 100 metrana á 9,58 sek, og 200 metrana á 19,19 sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×