Íslenski boltinn

Þróttarar upp úr fallsæti eftir sigur á Þór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar.
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar. Mynd/Óskar Andri
Þróttur hoppaði upp um fjögur sæti og upp úr fallsæti eftir 1-0 heimasigur á Þór í 1. deild karla í dag. Það var Helgi Pétur Magnússon sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 20. mínútu sem var dæmt fyrir hendi. Þróttarar enduðu níu inn á vellinum en þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið hjá Leikni Ágústssyni, dómara leiksins.

Þróttarar voru í ellefta og næstsíðasta sæti fyrir leikinn en Þórsarar sem áttu þrjá leiki inni mistókst þarna að nálgast efstu liðin með sigri.

Þróttarinn Davíð Sigurðsson fékk sitt annað gula spjald á 53. mínútu og átta mínútum síðar voru fyrirliðar liðanna, Hall Hallsson og Svein Elías Jónsson, báðir reknir af velli með rautt spjald.

Þrótturum tókst engu að síður að landa þremur stigum þrátt fyrir að vera bara níu eftir á vellinum en tveir af þremur sigrum liðsins í sumar hafa komið á móti Akureyrarliðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×