Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 12. júlí 2012 00:01 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/auðunn Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. Leikurinn byrjaði rólega í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld. Þórsarar lágu til baka og leyfðu Írunum að halda boltanum. Fyrstu tuttugu mínúturnar einkenndust af miðjumoði og baráttu. Hvorugt liðið náði að halda boltanum vel innan síns liðs. Á 23. mínútu skoraði David Scully svo fyrsta mark leiksins eftir mistök hjá Srdjan Rajkovic markverði Þórs. Luke Byrne sendi boltann fyrir markið frá vinstri og Rajkovic misreiknaði boltann. David Scully var fyrstur að átta sig og setti boltann auðveldlega í opið markið. Á 36. mínútu jöfnuðu Þórsarar leikinn með marki Sigurðar Marinó Kristjánssonar. Skot rétt innan teigs sem söng í markvinklinum. Markið kom í raun þvert gegn gangi leiksins en þremur mínútum síðar komust Þórsarar svo yfir þegar Orri Freyr Hjaltalín skallaði í netið eftir hornspyrnu Sigurðar Marinó. Þór komið í 2-1 þrátt fyrir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins. Staðan var 2-1 í hálfleik en strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik höfðu Þórsarar skorað þriðja markið. Sigurður Marinó tók þá aðra hornspyrnu sína í leiknum og í þetta skiptið rataði hún á Kevin Feely varnarmann gestanna sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. Bohemian fengu gott færi til að minnka muninn á 64. mínútu. Ryan McEvoy fékk dauðafrían skalla rétt fyrir utan markteig en Rajkovic varði glæislega í markinu. Á 73. mínútu kom svo fjórða mark Þórs og enn var Sigurður Marinó viðriðinn. Í þetta skiptið skoraði hann sitt annað mark eftir glæsilegan undirbúning frá Jóhanni Helga Hannessyni og Ármanni Pétri Ævarssyni. Eftir þetta var allur vindur úr seglum Íranna. Sóknaraðgerðir þeirra bitlausar og leikurinn varð rólegur aftur. Það var svo á 94. mínútu sem Sigurður Marinó kórónaði glæsilegan leik sinn og follkomnaði þrennuna. Hann slapp einn í gegn og skoraði framhjá Mcnulty í marki gestanna. Króatískur dómari leiksins flautaði leikinn svo af stuttu seinna. Þórsarar því komnir í aðra umferð Evrópudeildarinnar og mæta þar Mladá Boleslav frá Tékklandi. Fyrri leikurinn verður í Tékklandi 19. júli en sá seinna á Þórsvellinum þann 26. júlí.Páll Viðar: Stend og fell með mínum ákvörðunum Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður í leikslok. „Við lifðum af úti í Írlandi með gífurlegri baráttu og vilja. Það sama var uppi á teningnum fyrsta hálftímann í dag. Við fengum á okkur klaufamark en við það fengu menn spark í rassinn. Við skoruðum tvö falleg mörk í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var þetta bara spurning um stoltið," sagði Páll. „Ef maður hefur baráttuna og viljan til staðar hefur fótboltakunnáttan minni áhrif, menn geta gert ýmislegt með viljann að vopni. Ég vil einnig fá að nota tækifærið og óska öllum Þórsurum til hamingju með þennan sögulega dag," hélt Páll áfram. Kristinn Björnsson var á bekknum og Sigurður Marinó tók stöðu hans á kantinum. „Kristinn er búinn að spila mikið og er búinn að skila sínu og ég er mjög ánægður með hann. Hann byrjaði síðasta leik og stóð sig vel. Það hefur ekkert að segja að hann hafi klúðrað víti í þeim leik. Ég stend og fell með mínum ákvörðunum. Ég held ég þurfi ekkert að naga mig í handarbökin með þessa ákvörðun í dag," sagði Páll að lokum.Sigurður Marinó: Erfið fæðing Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja Þórsara. „Þetta var erfið fæðing. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í byrjun og vorum hræddir við þá eins og þeir væru eitthvað ofurlið. Þegar við pressuðum loks á þá litu þeir út eins og hænur út um allan völl," sagði Sigurður. Sigurður var á vinstri kantinum í kvöld en hann er vanur að spila á miðjunni. „Mér finnst þægilegra að vera á miðjunni og vera í boltanum. Leikmenn eiga það til að týnast á kantinum. Ég sætti mig hins vegar vel við það að vera á kantinum og ég fékk nóg af boltanum í kvöld," bætti Sigurður við. „Stuðningurinn var frábær og þess vegna er maður í þessu. Til að vinna og sjá stuðningsmennina fagna. Það er svo Tékkland í næstu viku sem er næsta verkefni í Evrópu," sagði sigurreifur Sigurður að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. Leikurinn byrjaði rólega í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld. Þórsarar lágu til baka og leyfðu Írunum að halda boltanum. Fyrstu tuttugu mínúturnar einkenndust af miðjumoði og baráttu. Hvorugt liðið náði að halda boltanum vel innan síns liðs. Á 23. mínútu skoraði David Scully svo fyrsta mark leiksins eftir mistök hjá Srdjan Rajkovic markverði Þórs. Luke Byrne sendi boltann fyrir markið frá vinstri og Rajkovic misreiknaði boltann. David Scully var fyrstur að átta sig og setti boltann auðveldlega í opið markið. Á 36. mínútu jöfnuðu Þórsarar leikinn með marki Sigurðar Marinó Kristjánssonar. Skot rétt innan teigs sem söng í markvinklinum. Markið kom í raun þvert gegn gangi leiksins en þremur mínútum síðar komust Þórsarar svo yfir þegar Orri Freyr Hjaltalín skallaði í netið eftir hornspyrnu Sigurðar Marinó. Þór komið í 2-1 þrátt fyrir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins. Staðan var 2-1 í hálfleik en strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik höfðu Þórsarar skorað þriðja markið. Sigurður Marinó tók þá aðra hornspyrnu sína í leiknum og í þetta skiptið rataði hún á Kevin Feely varnarmann gestanna sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. Bohemian fengu gott færi til að minnka muninn á 64. mínútu. Ryan McEvoy fékk dauðafrían skalla rétt fyrir utan markteig en Rajkovic varði glæislega í markinu. Á 73. mínútu kom svo fjórða mark Þórs og enn var Sigurður Marinó viðriðinn. Í þetta skiptið skoraði hann sitt annað mark eftir glæsilegan undirbúning frá Jóhanni Helga Hannessyni og Ármanni Pétri Ævarssyni. Eftir þetta var allur vindur úr seglum Íranna. Sóknaraðgerðir þeirra bitlausar og leikurinn varð rólegur aftur. Það var svo á 94. mínútu sem Sigurður Marinó kórónaði glæsilegan leik sinn og follkomnaði þrennuna. Hann slapp einn í gegn og skoraði framhjá Mcnulty í marki gestanna. Króatískur dómari leiksins flautaði leikinn svo af stuttu seinna. Þórsarar því komnir í aðra umferð Evrópudeildarinnar og mæta þar Mladá Boleslav frá Tékklandi. Fyrri leikurinn verður í Tékklandi 19. júli en sá seinna á Þórsvellinum þann 26. júlí.Páll Viðar: Stend og fell með mínum ákvörðunum Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður í leikslok. „Við lifðum af úti í Írlandi með gífurlegri baráttu og vilja. Það sama var uppi á teningnum fyrsta hálftímann í dag. Við fengum á okkur klaufamark en við það fengu menn spark í rassinn. Við skoruðum tvö falleg mörk í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var þetta bara spurning um stoltið," sagði Páll. „Ef maður hefur baráttuna og viljan til staðar hefur fótboltakunnáttan minni áhrif, menn geta gert ýmislegt með viljann að vopni. Ég vil einnig fá að nota tækifærið og óska öllum Þórsurum til hamingju með þennan sögulega dag," hélt Páll áfram. Kristinn Björnsson var á bekknum og Sigurður Marinó tók stöðu hans á kantinum. „Kristinn er búinn að spila mikið og er búinn að skila sínu og ég er mjög ánægður með hann. Hann byrjaði síðasta leik og stóð sig vel. Það hefur ekkert að segja að hann hafi klúðrað víti í þeim leik. Ég stend og fell með mínum ákvörðunum. Ég held ég þurfi ekkert að naga mig í handarbökin með þessa ákvörðun í dag," sagði Páll að lokum.Sigurður Marinó: Erfið fæðing Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja Þórsara. „Þetta var erfið fæðing. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í byrjun og vorum hræddir við þá eins og þeir væru eitthvað ofurlið. Þegar við pressuðum loks á þá litu þeir út eins og hænur út um allan völl," sagði Sigurður. Sigurður var á vinstri kantinum í kvöld en hann er vanur að spila á miðjunni. „Mér finnst þægilegra að vera á miðjunni og vera í boltanum. Leikmenn eiga það til að týnast á kantinum. Ég sætti mig hins vegar vel við það að vera á kantinum og ég fékk nóg af boltanum í kvöld," bætti Sigurður við. „Stuðningurinn var frábær og þess vegna er maður í þessu. Til að vinna og sjá stuðningsmennina fagna. Það er svo Tékkland í næstu viku sem er næsta verkefni í Evrópu," sagði sigurreifur Sigurður að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira