Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - St. Patrick's Athletic 2-1 | ÍBV úr leik Kolbeinn Tumi Daðason á Hásteinsvelli skrifar 12. júlí 2012 00:01 Eyjamenn töpuðu leiknum á Írlandi 1-0. INPHO/James Crombie Eyjamenn féllu úr keppni í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á útivallarmarki gegn írska liðinu St. Patrick's eftir 2-1 sigur í Vestmannaeyjum í framlengdum leik í kvöld. Augnabliks einbeitingarleysi eftir að Eyjamenn komust í 2-0 í framlengingunni kostaði þá sæti í 2. umferð. Fyrri hálfleikur á Hásteinsvelli var markalaus en Christian Olsen fékk þó tvö dauðafæri til þess að koma sínum mönnum á blað. Fyrst vippaði hann boltanum yfir markið þegar markvörður Íranna kom í glórulaust úthlaup á móti honum. Síðar skaut hann beint á markið rétt utan markteigs rétt eftir að hann hitti ekki boltann úr dauðafæri á sama stað. Olsen fékk einnig dauðafæri í fyrri leiknum þegar hann vippaði boltanum í slá úr dauðafæri og óhætt er að segja að slæm nýting Danans á færum í leikjunum tveimur hafi reynst dýrkeypt. Bæði lið virkuðu taugaóstyrk í fyrri hálfleik og mikið um sendingar sem virtust ætlaðar mótherjunum, svo slakar voru þær. Flinku írsku leikmennirnir sem erlendir blaðamenn höfðu talað um fyrir leikinn virtust hafa gleymt hæfileikum sínum inni í búningsklefa því baráttan og langar sendingar var það eina sem í boði var. Eyjamenn þyngdu sóknina í síðari hálfleik. Tryggvi Guðmundsson kom inn á sem varamaður og lét vel í sér heyra en var augljóslega fjarri sínu besta formi og komst aldrei í takt við leikinn. Á 83. mínútu kættust Eyjamenn. Aukaspyrna Guðmundar Þórarinssonar, sem átti fínan leik í kvöld, rataði á varamanninn Gunnar Má Guðmundsson. Skot hans hrökk af varnarmanni fyrir fætur Brynjars Gauta. Markvörður Íranna varði úr dauðafæri frá Brynjari en boltinn féll fyrir fætur Matt Garner sem sendi boltann með hægri fæti upp í þaknetið. Staðan jöfn og allt stefndi í framlengingu sem varð raunin. Eyjamenn náðu fínni sókn um miðjan fyrri hálfleik framlengingar. Írarnir reyndu að hreinsa fyrirgjöf Þórarins Inga Valdimarssonar frá hægri. Það tókst ekki betur en svo að boltinn hrökk af Olsen fyrir fætur varamannsins Eyþórs Helga Birgissonar sem skoraði af stuttu færi. Allt ætlaði um koll að keyra á Hásteinsvelli sem ótrúlegt en satt hefði getað tekið fleiri áhorfendur í sæti því aðeins 866 létu sjá sig á vellinum. Því miður vörðu fagnaðarlæti Eyjamanna mínútu of lengi. Jake Kelly fékk nægan tíma til að athafna sig úti á hægri kanti. Hann sendi háan bolta inn á teig. Boltinn sveif yfir Rasmus fyrirliða Christiansen fyrir fætur Stephen O'Flynn sem kláraði færið áður en Brynjar Gauti náði að komast fyrir skot hans rétt utan markteig. Staðan orðin 2-1 og Írarnir í góðri stöðu með útivallarmark í farteskinu. Dauðþreyttir Eyjamenn reyndu örvæntingarfullar háar sendingar fram á Gunnar Má og félaga en írsku varnarmennirnir stóðu þreytuleg áhlaup Eyjamanna. Írarnir fögnuðu í lokin og geta farið að búa sig undir ferðalag til Bosníu í 2. umferð. Einhverjir Eyjamenn munu telja sig óheppna að hafa ekki komist áfram. Staðreyndin er sú að færi voru í boði en ekki gæðin til þess að nýta þau. Eyjamenn fengu góð færi í leiknum sem fyrr segir sem ekki nýttust. Gestirnir fengu eitt dauðafæri og kláruðu fagmannlega. Maggi Gylfa: Var að velta fyrir mér hvort útivallarmörk teldu í framlengingu„Svona er fótboltinn. Ef þú klárar ekki þitt og sýnir smá einbeitingarleysi þá er þér refsað. Þannig var þetta í dag," sagði svekktur en brattur Magnús Gylfason þjálfari Eyjamanna í leikslok. Eyjamenn komust í kjörstöðu 2-0 en Írarnir skoruðu útivallarmarkið dýrmæta á meðan áhorfendur á Hásteinsvelli voru að koma sér fyrir í sætinu eftir að hafa fagnað. „Ég var að velta því fyrir mér áður en þeir skoruðu hvort útivallarmark teldi tvöfalt í framlengingu eða ekki. Enski boltinn ruglar mann stundum, þá telur ekki eftir framlengingu, svo ég var að pæla hvort þeir væru áfram ef þeir skoruðu eða hvort þetta myndi duga," sagði Magnús Gylfason sem sagði vissulega erfitt að hafa þurft að fara í framlengingu með marga tæpa leikmenn. „Það var erfitt að fara inn í framlenginguna því við vorum búnir með allar skipingarnar þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum," sagði Magnús sem var ekki nógu ánægður með gæði fótboltans hjá sínu liði í kvöld. „Í síðustu leikjum t.d. á móti KR og fleiri liðum eru þau ekki að fá nein færi en þegar þau þurfa að skora þá skora þau. Það er grátlegt," sagði Magnús sem er ekki nógu ánægður með nýtingu sinna manna á góðum færum. Bæði lið virkuðu stressuð í leiknum. Margar sendingar rötuðu á mótherjann og Magnús tók undir að hann hefði ekki kannast við sína menn á löngum köflum. „Við horfðum á hvorn annan á bekknum og töluðum saman í hálfleik. Við vorum að skapa okkur tvö til þrjú færi í fyrri hálfleik en fótboltinn var lélegur miðað við það sem við höfum gert í sumar. En auðvitað er erfiðara að spila á móti atvinnumannaliði," sagði Magnús. Matt Garner: Ekki hægt að nota meiðslin sem afsökun„Við settum ekki nógu mikla pressu á sendingarmanninn. Hann sendi háan bolta fyrir markið sem við mislásum. Þetta var aulalegt mark," sagði Matt Garner vinstri bakvörður Eyjamanna í leikslok. „Við höfðum ekki gefið færi á okkur allan leikinn svo ég taldi að það yrði þægilegt að klára leikinn. En margir gleymdu sér í markinu. Framherji þeirra fékk að taka tvær snertingar inni á teig og klára boltann. Við gerðum honum þetta alltof auðvelt og getum kennt okkur sjálfum um," sagði Garner svekktur. Garner tók undir með blaðamanni að liðin hefðu verið svipuð að gæðum. Um 50/50 viðureign hefði verið að ræða sem gat fallið hvorum megin sem var. „Ég held að þetta hafi verið tvö lið í svipuðum gæðaflokki. Þeir voru mjög góðir í síðasta leik, létu boltann ganga vel og við lögðum upp með að stöðva það. Við pressuðum þá hátt á vellinum og stöðvuðum spil þeirra," sagði Garner. Eyjamenn höfðu tuttugu mínútur til að skora eftir mark Íranna en voru aldrei líklegir. „Við kýldum boltann of mikið fram eftir markið en eftir 105 mínútur vorum við orðnir þreyttir. Það er erfitt að hlaupa og bjóða sig. Við þurftum á heppni að halda en hún var ekki á svæðinu," sagði Garner. Lykilmenn Eyjamanna hafa glímt við meiðsli. Tonny Mawejje og Christian Olsen meiddust í fyrri leiknum fyrir viku, Gunnar Már virkar langt frá því að vera heill auk þess sem Tryggvi kom ekki inn á fyrr en í síðari hálfleik vegna meiðsla. „Það var svipuð staða hjá þeim. Þeir spiluðu erfiðan bikarleik á sunnudaginn og við mættum KR. Þeir þurftu líka að ferðast í leikinn þannig að það er ekki hægt að nota það sem afsökun," sagði Garner um ástandið á Eyjaliðinu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Eyjamenn féllu úr keppni í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á útivallarmarki gegn írska liðinu St. Patrick's eftir 2-1 sigur í Vestmannaeyjum í framlengdum leik í kvöld. Augnabliks einbeitingarleysi eftir að Eyjamenn komust í 2-0 í framlengingunni kostaði þá sæti í 2. umferð. Fyrri hálfleikur á Hásteinsvelli var markalaus en Christian Olsen fékk þó tvö dauðafæri til þess að koma sínum mönnum á blað. Fyrst vippaði hann boltanum yfir markið þegar markvörður Íranna kom í glórulaust úthlaup á móti honum. Síðar skaut hann beint á markið rétt utan markteigs rétt eftir að hann hitti ekki boltann úr dauðafæri á sama stað. Olsen fékk einnig dauðafæri í fyrri leiknum þegar hann vippaði boltanum í slá úr dauðafæri og óhætt er að segja að slæm nýting Danans á færum í leikjunum tveimur hafi reynst dýrkeypt. Bæði lið virkuðu taugaóstyrk í fyrri hálfleik og mikið um sendingar sem virtust ætlaðar mótherjunum, svo slakar voru þær. Flinku írsku leikmennirnir sem erlendir blaðamenn höfðu talað um fyrir leikinn virtust hafa gleymt hæfileikum sínum inni í búningsklefa því baráttan og langar sendingar var það eina sem í boði var. Eyjamenn þyngdu sóknina í síðari hálfleik. Tryggvi Guðmundsson kom inn á sem varamaður og lét vel í sér heyra en var augljóslega fjarri sínu besta formi og komst aldrei í takt við leikinn. Á 83. mínútu kættust Eyjamenn. Aukaspyrna Guðmundar Þórarinssonar, sem átti fínan leik í kvöld, rataði á varamanninn Gunnar Má Guðmundsson. Skot hans hrökk af varnarmanni fyrir fætur Brynjars Gauta. Markvörður Íranna varði úr dauðafæri frá Brynjari en boltinn féll fyrir fætur Matt Garner sem sendi boltann með hægri fæti upp í þaknetið. Staðan jöfn og allt stefndi í framlengingu sem varð raunin. Eyjamenn náðu fínni sókn um miðjan fyrri hálfleik framlengingar. Írarnir reyndu að hreinsa fyrirgjöf Þórarins Inga Valdimarssonar frá hægri. Það tókst ekki betur en svo að boltinn hrökk af Olsen fyrir fætur varamannsins Eyþórs Helga Birgissonar sem skoraði af stuttu færi. Allt ætlaði um koll að keyra á Hásteinsvelli sem ótrúlegt en satt hefði getað tekið fleiri áhorfendur í sæti því aðeins 866 létu sjá sig á vellinum. Því miður vörðu fagnaðarlæti Eyjamanna mínútu of lengi. Jake Kelly fékk nægan tíma til að athafna sig úti á hægri kanti. Hann sendi háan bolta inn á teig. Boltinn sveif yfir Rasmus fyrirliða Christiansen fyrir fætur Stephen O'Flynn sem kláraði færið áður en Brynjar Gauti náði að komast fyrir skot hans rétt utan markteig. Staðan orðin 2-1 og Írarnir í góðri stöðu með útivallarmark í farteskinu. Dauðþreyttir Eyjamenn reyndu örvæntingarfullar háar sendingar fram á Gunnar Má og félaga en írsku varnarmennirnir stóðu þreytuleg áhlaup Eyjamanna. Írarnir fögnuðu í lokin og geta farið að búa sig undir ferðalag til Bosníu í 2. umferð. Einhverjir Eyjamenn munu telja sig óheppna að hafa ekki komist áfram. Staðreyndin er sú að færi voru í boði en ekki gæðin til þess að nýta þau. Eyjamenn fengu góð færi í leiknum sem fyrr segir sem ekki nýttust. Gestirnir fengu eitt dauðafæri og kláruðu fagmannlega. Maggi Gylfa: Var að velta fyrir mér hvort útivallarmörk teldu í framlengingu„Svona er fótboltinn. Ef þú klárar ekki þitt og sýnir smá einbeitingarleysi þá er þér refsað. Þannig var þetta í dag," sagði svekktur en brattur Magnús Gylfason þjálfari Eyjamanna í leikslok. Eyjamenn komust í kjörstöðu 2-0 en Írarnir skoruðu útivallarmarkið dýrmæta á meðan áhorfendur á Hásteinsvelli voru að koma sér fyrir í sætinu eftir að hafa fagnað. „Ég var að velta því fyrir mér áður en þeir skoruðu hvort útivallarmark teldi tvöfalt í framlengingu eða ekki. Enski boltinn ruglar mann stundum, þá telur ekki eftir framlengingu, svo ég var að pæla hvort þeir væru áfram ef þeir skoruðu eða hvort þetta myndi duga," sagði Magnús Gylfason sem sagði vissulega erfitt að hafa þurft að fara í framlengingu með marga tæpa leikmenn. „Það var erfitt að fara inn í framlenginguna því við vorum búnir með allar skipingarnar þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum," sagði Magnús sem var ekki nógu ánægður með gæði fótboltans hjá sínu liði í kvöld. „Í síðustu leikjum t.d. á móti KR og fleiri liðum eru þau ekki að fá nein færi en þegar þau þurfa að skora þá skora þau. Það er grátlegt," sagði Magnús sem er ekki nógu ánægður með nýtingu sinna manna á góðum færum. Bæði lið virkuðu stressuð í leiknum. Margar sendingar rötuðu á mótherjann og Magnús tók undir að hann hefði ekki kannast við sína menn á löngum köflum. „Við horfðum á hvorn annan á bekknum og töluðum saman í hálfleik. Við vorum að skapa okkur tvö til þrjú færi í fyrri hálfleik en fótboltinn var lélegur miðað við það sem við höfum gert í sumar. En auðvitað er erfiðara að spila á móti atvinnumannaliði," sagði Magnús. Matt Garner: Ekki hægt að nota meiðslin sem afsökun„Við settum ekki nógu mikla pressu á sendingarmanninn. Hann sendi háan bolta fyrir markið sem við mislásum. Þetta var aulalegt mark," sagði Matt Garner vinstri bakvörður Eyjamanna í leikslok. „Við höfðum ekki gefið færi á okkur allan leikinn svo ég taldi að það yrði þægilegt að klára leikinn. En margir gleymdu sér í markinu. Framherji þeirra fékk að taka tvær snertingar inni á teig og klára boltann. Við gerðum honum þetta alltof auðvelt og getum kennt okkur sjálfum um," sagði Garner svekktur. Garner tók undir með blaðamanni að liðin hefðu verið svipuð að gæðum. Um 50/50 viðureign hefði verið að ræða sem gat fallið hvorum megin sem var. „Ég held að þetta hafi verið tvö lið í svipuðum gæðaflokki. Þeir voru mjög góðir í síðasta leik, létu boltann ganga vel og við lögðum upp með að stöðva það. Við pressuðum þá hátt á vellinum og stöðvuðum spil þeirra," sagði Garner. Eyjamenn höfðu tuttugu mínútur til að skora eftir mark Íranna en voru aldrei líklegir. „Við kýldum boltann of mikið fram eftir markið en eftir 105 mínútur vorum við orðnir þreyttir. Það er erfitt að hlaupa og bjóða sig. Við þurftum á heppni að halda en hún var ekki á svæðinu," sagði Garner. Lykilmenn Eyjamanna hafa glímt við meiðsli. Tonny Mawejje og Christian Olsen meiddust í fyrri leiknum fyrir viku, Gunnar Már virkar langt frá því að vera heill auk þess sem Tryggvi kom ekki inn á fyrr en í síðari hálfleik vegna meiðsla. „Það var svipuð staða hjá þeim. Þeir spiluðu erfiðan bikarleik á sunnudaginn og við mættum KR. Þeir þurftu líka að ferðast í leikinn þannig að það er ekki hægt að nota það sem afsökun," sagði Garner um ástandið á Eyjaliðinu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira