Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 15:24 Patrekur Jóhannesson telur að Ísland muni berjast um efsta sætið í sínum riðli á HM í janúar. Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. "Ef við horfum á hina riðlana þá má ljóst vera að Ísland hefði geta lent gegn sterkari andstæðingum. Í okkar riðli eru lið sem við eigum að klára en síðan eru hinir leikirnir bara "fifty-fifty" eins og alltaf. Sama hefði þó líklega verið hægt að segja, sama í hvaða riðli Ísland hefði lent", sagði Patrekur. Ljóst er að breytingar verða á íslenska liðinu áður en að Heimsmeistaramótinu á Spáni kemur. Guðmundur Guðmundsson mun stýra íslenska liðinu í síðasta sinn á Ólympíuleikunum í London og þá hefur Ólafur Stefánsson gefið það út að hann muni leggja landsliðsskóna á hilluna í næsta mánuði. Patrekur telur, þó vissulega verði eftirsjá í þessum tveimur mönnum, að liðið verði vel samkeppnishæft áfram á meðal þeirra bestu. "Það er bara Óli sem er að verða fertugur og því í lagi að hann fái að hvíla sig aðeins. Auðvitað verður einhver breyting og nýr þjálfari kemur en kjarninn í liðinu ætti að vera áfram. Þetta eru ekki það gamlir strákar. Vissulega er mikið álag á leikmönnum íslenska liðsins, sérstaklega þeim sem spila í Þýskalandi. Kannski munu einhverjar þeirra spyrja sig hvort rétt sé að reyna að lengja ferilinn með því að draga sig út úr landsliðinu. Ég tel hinsvegar að allir muni þeir gera allt sem þeir geta til að spila bæði með sínu félagsliði og íslenska landsliðinu", sagði Patrekur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. "Ef við horfum á hina riðlana þá má ljóst vera að Ísland hefði geta lent gegn sterkari andstæðingum. Í okkar riðli eru lið sem við eigum að klára en síðan eru hinir leikirnir bara "fifty-fifty" eins og alltaf. Sama hefði þó líklega verið hægt að segja, sama í hvaða riðli Ísland hefði lent", sagði Patrekur. Ljóst er að breytingar verða á íslenska liðinu áður en að Heimsmeistaramótinu á Spáni kemur. Guðmundur Guðmundsson mun stýra íslenska liðinu í síðasta sinn á Ólympíuleikunum í London og þá hefur Ólafur Stefánsson gefið það út að hann muni leggja landsliðsskóna á hilluna í næsta mánuði. Patrekur telur, þó vissulega verði eftirsjá í þessum tveimur mönnum, að liðið verði vel samkeppnishæft áfram á meðal þeirra bestu. "Það er bara Óli sem er að verða fertugur og því í lagi að hann fái að hvíla sig aðeins. Auðvitað verður einhver breyting og nýr þjálfari kemur en kjarninn í liðinu ætti að vera áfram. Þetta eru ekki það gamlir strákar. Vissulega er mikið álag á leikmönnum íslenska liðsins, sérstaklega þeim sem spila í Þýskalandi. Kannski munu einhverjar þeirra spyrja sig hvort rétt sé að reyna að lengja ferilinn með því að draga sig út úr landsliðinu. Ég tel hinsvegar að allir muni þeir gera allt sem þeir geta til að spila bæði með sínu félagsliði og íslenska landsliðinu", sagði Patrekur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira