Fótbolti

Páll Viðar: Það var aldrei uppgjöf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum sem biðu lægri hlut 3-0 gegn FK Mlada Boleslav í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Tékklandi í dag.

„Þetta var stór og mikil brekka að klífa gegn gríðarlega sterku liði. Við börðumst og börðumst og börðumst og eigum hrós skilið fyrir það. Við sluppum með 3-0 en ég hefði viljað sleppa með 2-0. Það var aldrei uppgjöf sem er það jákvæða," sagði Páll Viðar í samtali við Vísi fyrir stundu.

„Ég get ekki annað en verið stoltur af mínum mönnum. Við fórnuðum okkur en þetta var of stór biti. Það er ekki hægt að segja annað. Þeir stóðu sig frábærlega og þetta fer í reynslubankann," segir Páll Viðar sem telur möguleikana í síðari leiknum ekki mikla.

„Þeir eru ekki stórir en maður veit aldrei í fótbolta. Við ætlum hins vegar að taka vel á móti þeim. Það er engin spurning."


Tengdar fréttir

Staða Þórs erfið eftir 3-0 tap í Tékklandi

Möguleikar Þórs á sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eru litlir eftir 3-0 tap gegn Mlada Boleslav í Tékklandi í dag. Akureyringar áttu á brattann að sækja í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×