Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 10:30 Álverðið hækkað úr ríflega 1.900 dölum á tonnið um mitt ár 2010 í tæplega 2.800 dali ári síðar, en hefur frá þeim tíma aftur lækkað niður í tæplega 1.900 dali. Mynd/LME Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira