Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 10:30 Álverðið hækkað úr ríflega 1.900 dölum á tonnið um mitt ár 2010 í tæplega 2.800 dali ári síðar, en hefur frá þeim tíma aftur lækkað niður í tæplega 1.900 dali. Mynd/LME Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent