Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 10:30 Álverðið hækkað úr ríflega 1.900 dölum á tonnið um mitt ár 2010 í tæplega 2.800 dali ári síðar, en hefur frá þeim tíma aftur lækkað niður í tæplega 1.900 dali. Mynd/LME Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira