Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1 Kristinn Páll Teitsson á Kaplakrikavelli skrifar 5. júlí 2012 12:51 Mynd / Ernir Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku. FH hefur verið á fljúgandi ferð síðustu vikur og voru þeir fyrir leikinn taldir líklegri. USV Eschen-Mauren höfðu þó ákveðið tromp í hendinni með óvissu en FH renndi nokkuð blint í sjóinn fyrir leikinn. FH tók strax völdin á vellinum og liðið ætlaði sér greinilega að gera út um leikinn strax. Þeir fengu fjölda færa í fyrri hálfleik en brenndu hvað eftir annað úr góðum færum. Það var ekki fyrr en sláarskot Valdet Istrefi vakti þá til lífsins en mínútu síðar kom fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Albert Brynjar Ingason. Guðjón Árni Antoníusson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og krossaði fyrir á Albert sem stakk sér framfyrir varnar- og markmann USV og skoraði í autt netið. Aðeins tveimur mínútum seinna flautaði dómari leiksins, Dzianis Shcharbakou, til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom köld vatnsgusa í andlit FH. Þá átti USV Eschen-Mauren skyndisókn og upp úr henni kom jöfnunarmark sem Marco Fassler skoraði. Þetta virtist slá FH út af laginu og voru næstu tuttugu mínútur rólegar. Þá hinsvegar tóku FH-ingar aftur við sér og skoruðu annað mark. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir að hafa komið inná sem varamaður. Þrátt fyrir fjöldan allan af færum í seinni hálfleik náði FH ekki að bæta við og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH. FH-ingar fara því með eins marks forystu út til Liechtenstein en hljóta að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki í þægilegri stöðu. Þeir fengu aragrúa færa sem hefðu mátt fara betur á meðan gestirnir nýttu aðeins eitt af tveimur færum sínum í leiknum. Heimir: Ekki eins þægilegt og ég hefði óskað„Þetta var ekki eins þægilegt og ég hefði óskað en við kláruðum þetta þó, núna er bara að fara í útileikinn í næstu viku, halda hreinu og komast áfram," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Það skiptir miklu máli að fá ekki á sig mark á heimavelli í Evrópukeppninni þannig að halda hreinu var auðvitað fyrst á lista fyrir leikinn. Hinsvegar ætluðum við okkur auðvitað að skora nokkur mörk og reyna að komast út með gott veganesti fyrir seinni leikinn." FH klúðraði fjölda færa í leiknum en náði að komast yfir rétt fyrir hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði. „Það var fínt að ná fyrsta markinu rétt fyrir hálfleik. Hinsvegar komum við ekki tilbúnir í seinni hálfleik og þeir jöfnuðu strax." „Við þurfum að vera skynsamir fyrir seinni leikinn. Við höfum viku til að undirbúa okkur og við verðum tilbúnir í þann slag," sagði Heimir. Albert: Áttum skilið stærri sigur„Mér fannst við eiga skilið stærri sigur í kvöld en þeir eru hættulegir í hröðum sóknum og nýttu sér eina slíka hér í dag," sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH eftir leikinn. „Við ætluðum okkur sigur, skora nokkur mörk en fyrst og fremst ætluðum við að halda hreinu. Þegar það mistókst reyndum við að setja auka púður í sóknarleikinn." Albert skoraði mark rétt fyrir hálfleik sem létti eflaust taugar stuðningsmanna FH en gestirnir voru fljótir að svara eftir hálfleik. „Það er gott að setja eitt á markamínútunni, það er léttir að brjóta ísinn. Við hefðum átt að fylgja því eftir í seinni hálfleik en það klikkaði hjá okkur." „Sem betur fer náðum við öðru markinu, við förum bjartsýnir inn í seinni leikinn og við höfum fulla trú á að við förum áfram. Mér fannst við betra liðið hér í dag og við verðum bara að taka það hugarfar út," sagði Albert. Björn Daníel: Erum sterkara lið„Við unnum Evrópusigur en þetta er óþarfa mark sem við fáum á okkur ofan á það að ég hefði viljað vinna þetta stærra," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það var óþarfi að fá á sig mark strax eftir hálfleikinn, sérstaklega þegar við höfum öll völd á vellinum." Þrátt fyrir að hafa yfirburði allan leikinn náðu FH ekki að hrista lið USV Eschen-Mauren af sér. „Að mínu mati hefðum við átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik, þeir hentu sér fyrir boltann og við skutum í slánna. Svona er þetta í Evrópuleikjum, ef þú nýtir ekki færin þín þá færðu það einfaldlega í bakið." „Mér finnst við vera sterkara en þetta lið og við ætlum okkur að fara til Liechtenstein og vinna þann leik." Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku. FH hefur verið á fljúgandi ferð síðustu vikur og voru þeir fyrir leikinn taldir líklegri. USV Eschen-Mauren höfðu þó ákveðið tromp í hendinni með óvissu en FH renndi nokkuð blint í sjóinn fyrir leikinn. FH tók strax völdin á vellinum og liðið ætlaði sér greinilega að gera út um leikinn strax. Þeir fengu fjölda færa í fyrri hálfleik en brenndu hvað eftir annað úr góðum færum. Það var ekki fyrr en sláarskot Valdet Istrefi vakti þá til lífsins en mínútu síðar kom fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Albert Brynjar Ingason. Guðjón Árni Antoníusson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og krossaði fyrir á Albert sem stakk sér framfyrir varnar- og markmann USV og skoraði í autt netið. Aðeins tveimur mínútum seinna flautaði dómari leiksins, Dzianis Shcharbakou, til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom köld vatnsgusa í andlit FH. Þá átti USV Eschen-Mauren skyndisókn og upp úr henni kom jöfnunarmark sem Marco Fassler skoraði. Þetta virtist slá FH út af laginu og voru næstu tuttugu mínútur rólegar. Þá hinsvegar tóku FH-ingar aftur við sér og skoruðu annað mark. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir að hafa komið inná sem varamaður. Þrátt fyrir fjöldan allan af færum í seinni hálfleik náði FH ekki að bæta við og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH. FH-ingar fara því með eins marks forystu út til Liechtenstein en hljóta að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki í þægilegri stöðu. Þeir fengu aragrúa færa sem hefðu mátt fara betur á meðan gestirnir nýttu aðeins eitt af tveimur færum sínum í leiknum. Heimir: Ekki eins þægilegt og ég hefði óskað„Þetta var ekki eins þægilegt og ég hefði óskað en við kláruðum þetta þó, núna er bara að fara í útileikinn í næstu viku, halda hreinu og komast áfram," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Það skiptir miklu máli að fá ekki á sig mark á heimavelli í Evrópukeppninni þannig að halda hreinu var auðvitað fyrst á lista fyrir leikinn. Hinsvegar ætluðum við okkur auðvitað að skora nokkur mörk og reyna að komast út með gott veganesti fyrir seinni leikinn." FH klúðraði fjölda færa í leiknum en náði að komast yfir rétt fyrir hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði. „Það var fínt að ná fyrsta markinu rétt fyrir hálfleik. Hinsvegar komum við ekki tilbúnir í seinni hálfleik og þeir jöfnuðu strax." „Við þurfum að vera skynsamir fyrir seinni leikinn. Við höfum viku til að undirbúa okkur og við verðum tilbúnir í þann slag," sagði Heimir. Albert: Áttum skilið stærri sigur„Mér fannst við eiga skilið stærri sigur í kvöld en þeir eru hættulegir í hröðum sóknum og nýttu sér eina slíka hér í dag," sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH eftir leikinn. „Við ætluðum okkur sigur, skora nokkur mörk en fyrst og fremst ætluðum við að halda hreinu. Þegar það mistókst reyndum við að setja auka púður í sóknarleikinn." Albert skoraði mark rétt fyrir hálfleik sem létti eflaust taugar stuðningsmanna FH en gestirnir voru fljótir að svara eftir hálfleik. „Það er gott að setja eitt á markamínútunni, það er léttir að brjóta ísinn. Við hefðum átt að fylgja því eftir í seinni hálfleik en það klikkaði hjá okkur." „Sem betur fer náðum við öðru markinu, við förum bjartsýnir inn í seinni leikinn og við höfum fulla trú á að við förum áfram. Mér fannst við betra liðið hér í dag og við verðum bara að taka það hugarfar út," sagði Albert. Björn Daníel: Erum sterkara lið„Við unnum Evrópusigur en þetta er óþarfa mark sem við fáum á okkur ofan á það að ég hefði viljað vinna þetta stærra," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það var óþarfi að fá á sig mark strax eftir hálfleikinn, sérstaklega þegar við höfum öll völd á vellinum." Þrátt fyrir að hafa yfirburði allan leikinn náðu FH ekki að hrista lið USV Eschen-Mauren af sér. „Að mínu mati hefðum við átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik, þeir hentu sér fyrir boltann og við skutum í slánna. Svona er þetta í Evrópuleikjum, ef þú nýtir ekki færin þín þá færðu það einfaldlega í bakið." „Mér finnst við vera sterkara en þetta lið og við ætlum okkur að fara til Liechtenstein og vinna þann leik."
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira