Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:00 Federer fagnar í leikslok en leikurinn tók 204 mínútur eða um þrjá og hálfa klukkustund. Nordicphotos/Getty Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn. Tennis Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn.
Tennis Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira