Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti 30. júní 2012 21:24 Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason. Mynd / Eiðfaxi.is Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Sjá meira