Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum 22. júní 2012 19:55 Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin. Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin.
Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira