Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.
Ingeborg Eide er 16 ára gömul og keppir fyrir FH. Hún endaði í sjötta sæti í flokki F37 kvenna í kúluvarpi í gær.
Baldur Ævar Baldursson náði ekki sínu besta kasti í dag þegar hann keppti í kúluvarpi í flokki F37. Baldur kastaði lengst 10,72m. en til samanburðar kastaði hann 11,03m. á Íslandsmóti ÍF fyrr í mánuðinum. Baldur lauk keppni í 6. sæti en sigurvegarinn Bilius Mindaugas frá Litháen varpaði kúlunni 14,24m.
Fjörið heldur áfram á morgun þar sem stöllurnar Hulda Sigurjónsdóttir og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir verða í eldlínunni. Hulda keppir þá í kúluvarpi en Matthildur Ylfa í 200 metra hlaupi og langstökki.
Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti