Íslenski boltinn

Þróttarar slógu Valsmenn út úr bikarnum | Myndasyrpa

Þróttur Reykjavík, sem leikur í næstefstu deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Vals út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri á Valbjarnarvellinum í kvöld.

Hart var barist í Laugardalnum í kvöld og stóðu leikar 1-1 allt þar til í viðbótartíma framlengingar. Þá tryggði Karl Brynjar Björnsson, miðvörður Þróttara, liði sínu sigurinn og sætið í átta liða úrslitum keppninnar.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við í Laugardalnum í kvöld.

Mynd / Anton

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1

Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×