Dómum í 5 vetra flokki hryssna var að ljúka í blíðunni í Víðidal á Landsmóti hestamanna en þetta er langstærsti flokkurinn í kynbótadómum mótsins. Klárhryssan Fura frá Hellu fékk langhæstu einkunnina.
Fura kemur úr ræktun Guðmunds Friðriks Björgvinssonar sem sýndi Furu með glæsibrag. Fura er undan Eldjárni frá Tjaldhólum en móðir Furu er Ösp frá Skammbeinsstöðum.
Í öðru til þriðja sæti urðu Kráksdóttirin Brynja frá Hrauni og Hróðursdóttirin Blíða frá Litlu-Tungu, en hún er undan hestagullinu Björk frá Litlu-Tungu.
Staða efstu hryssna í fimm vetra flokki:
Fura frá Hellu - 8,46
Brynja frá Hrauni - 8,31
Blíða frá Litlu-Tungu 2 - 8,31
Tíbrá frá Hemlu II - 8.25
Eydís frá Hæli - 8.22
Ásgerður frá Horni I - 8.19
Elja frá Einhamri 2 - 8.17
Framtíð frá Egilsstaðakoti - 8.16
Mugga frá Syðri-Gegnishólum - 8.14
Unun frá Kjartansstöðum - 8.13
Það er hægt að fá nánari útlistun á einkunnunum með því að smella hér.
Fura frá Hellu langefst í fimm vetra flokki hryssna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




