Tími poxins er liðinn Stefanía Benónísdóttir skrifar 13. júní 2012 15:00 Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun