Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2012 08:00 Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira