Telja lögreglumenn hafa haft beina persónulega hagsmuni af rannsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júní 2012 12:15 Lögreglumennirnir tveir unnu hjá embætti sérstaks saksóknara en létu af störfum fyrr á þessu ári. Verjendur telja að lögreglumenn sem rannsökuðu Vafningsmálið svokallaða hafi verið vanhæfir til að rannsaka það þar sem þeir höfðu sjálfir beina fjárhagslega hagsmuni af því að rannsókn myndi leiða til ákæru og af þeim sökum beri að vísa málinu frá. Tekist verður um kröfu þeirra um frávísun í lok þessa mánaðar. Svo kann að fara að rannsókn sérstaks saksóknara sé ónýt í Vafningsmálinu og að málinu beri að vísa frá, en krafa um frávísun var lögð fram af verjendum Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar fyrr í þessum mánuði. En á hverju er þessi krafa byggð? Þeir tveir lögreglumenn sem aðallega fóru með rannsókn Vafningsmálsins eru þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson en þeir eiga fyrirtækið Pars Per Pars, sem hefur verið í fréttum vegna vinnu fyrir þrotabú Milestone, en mennirnir tveir voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot. Verjendur halda því fram að rannsókn á Vafningsmálinu hafi í raun verið ólögmæt þar sem þeir sem stýrðu rannsókninni höfðu beina, fjárhagslega hagsmuni af því að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Verjendur hafa vísað í 9. gr. lögreglulaga en þar kemur fram að hæfi rannsakenda fari eftir stjórnsýslulögum. Í 3. gr. stjórnsýslulaga kemur fram að maður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann á sjálfur hagsmuna að gæta eða fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir. Og einnig ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Verjendur hafa bent á að lögreglumennirnir tveir hafi verið búnir að starfa fyrir Milestone í næstum tvo mánuði þegar ákæra var gefin út í Vafningsmálinu í desember 2011. Mennirnir hafi haft fjárhagslegra hagsmuna að gæta um að ákæra yrði gefin út í málinu því meint lögbrot í Vafningsmálinu sé grundvöllur málarekstrar þrotabús Milestone í riftunarmáli. Þannig hafi verið bein tengsl milli árangurs af vinnu þeirra hjá sérstökum saksóknara og verðmæti vinnu þeirra fyrir þrotabú Milestone. Þannig hafi þeir verið vanhæfir til að rannsaka málið, rannsóknin sé ólögmæt og því beri að vísa málinu frá. Sérstakur saksóknari hefur andmælt þessu og telur að ekki séu efni til að vísa ákærunni frá af þessum sökum. Tekist verður á um frávísunarkröfuna í málflutningi hinn 27. júní næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is Vafningsmálið Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsökuðu gjaldþol Milestone Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. 24. maí 2012 19:15 Boðar skoðun á innra skipulagi embættisins Verklagsreglur hjá sérstökum saksóknara verða endurskoðaðar í kjölfar þess að embættið kærði tvo fyrrum starfsmenn til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Málið hefur ekki áhrif á dómsmál þrotabús Milestone, segir skiptastjóri. 25. maí 2012 05:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. 30. maí 2012 12:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Verjendur telja að lögreglumenn sem rannsökuðu Vafningsmálið svokallaða hafi verið vanhæfir til að rannsaka það þar sem þeir höfðu sjálfir beina fjárhagslega hagsmuni af því að rannsókn myndi leiða til ákæru og af þeim sökum beri að vísa málinu frá. Tekist verður um kröfu þeirra um frávísun í lok þessa mánaðar. Svo kann að fara að rannsókn sérstaks saksóknara sé ónýt í Vafningsmálinu og að málinu beri að vísa frá, en krafa um frávísun var lögð fram af verjendum Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar fyrr í þessum mánuði. En á hverju er þessi krafa byggð? Þeir tveir lögreglumenn sem aðallega fóru með rannsókn Vafningsmálsins eru þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson en þeir eiga fyrirtækið Pars Per Pars, sem hefur verið í fréttum vegna vinnu fyrir þrotabú Milestone, en mennirnir tveir voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot. Verjendur halda því fram að rannsókn á Vafningsmálinu hafi í raun verið ólögmæt þar sem þeir sem stýrðu rannsókninni höfðu beina, fjárhagslega hagsmuni af því að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Verjendur hafa vísað í 9. gr. lögreglulaga en þar kemur fram að hæfi rannsakenda fari eftir stjórnsýslulögum. Í 3. gr. stjórnsýslulaga kemur fram að maður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann á sjálfur hagsmuna að gæta eða fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir. Og einnig ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Verjendur hafa bent á að lögreglumennirnir tveir hafi verið búnir að starfa fyrir Milestone í næstum tvo mánuði þegar ákæra var gefin út í Vafningsmálinu í desember 2011. Mennirnir hafi haft fjárhagslegra hagsmuna að gæta um að ákæra yrði gefin út í málinu því meint lögbrot í Vafningsmálinu sé grundvöllur málarekstrar þrotabús Milestone í riftunarmáli. Þannig hafi verið bein tengsl milli árangurs af vinnu þeirra hjá sérstökum saksóknara og verðmæti vinnu þeirra fyrir þrotabú Milestone. Þannig hafi þeir verið vanhæfir til að rannsaka málið, rannsóknin sé ólögmæt og því beri að vísa málinu frá. Sérstakur saksóknari hefur andmælt þessu og telur að ekki séu efni til að vísa ákærunni frá af þessum sökum. Tekist verður á um frávísunarkröfuna í málflutningi hinn 27. júní næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is
Vafningsmálið Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsökuðu gjaldþol Milestone Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. 24. maí 2012 19:15 Boðar skoðun á innra skipulagi embættisins Verklagsreglur hjá sérstökum saksóknara verða endurskoðaðar í kjölfar þess að embættið kærði tvo fyrrum starfsmenn til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Málið hefur ekki áhrif á dómsmál þrotabús Milestone, segir skiptastjóri. 25. maí 2012 05:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. 30. maí 2012 12:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Rannsökuðu gjaldþol Milestone Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. 24. maí 2012 19:15
Boðar skoðun á innra skipulagi embættisins Verklagsreglur hjá sérstökum saksóknara verða endurskoðaðar í kjölfar þess að embættið kærði tvo fyrrum starfsmenn til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Málið hefur ekki áhrif á dómsmál þrotabús Milestone, segir skiptastjóri. 25. maí 2012 05:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59
Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45
Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. 30. maí 2012 12:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent