Handbolti

Guðmundur hættir eftir Ólympíuleikana

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Ólympíuleikana í London. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ í dag.

Guðmundur hefur verið landsliðsþjálfari síðan í mars árið 2008 og undir hans stjórn hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni.

Þar stendur að sjálfsögðu upp úr silfurverðlaun á ÓL í Peking árið 2008 og bronsverðlaun á EM árið 2010.

Hér að neðan má sjá árangur Guðmundar með landsliðið.

Heimsmeistaramót:

2003 HM í Portúgal - 7. Sæti.

2007 HM í Þýskalandi - 8. Sæti. (Aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar)

2011 HM í Svíþjóð - 6. Sæti.

Evrópumeistaramót:

2002 EM í Svíþjóð - 4. Sæti.

2004 EM í Slóveníu - 13. Sæti.

2010 EM í Austurríki - 3. Sæti. (Brons)

2012 EM í Serbíu - 11. Sæti.

Ólympíuleikar:

2004 Ólympíuleikarnir í Aþenu - 9. Sæti.

2008 Ólympíuleikarnir í Peking - 2. Sæti. (Silfur)

2012 Ólympíleikarnir í London ?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×