Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 14:30 Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira