Íslenski boltinn

Viðar Örn bjargaði Selfyssingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Daníel
Selfoss hafði naumlega betur gegn 2. deildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Njarðvíkingar komust yfir í leiknum með marki Magnúsar Arnar Þórssonar á 33. mínútu en Jon Andre Royane jafnaði metin fyrir heimamenn á 56. mínútu. Viðar Örn Kjartansson tryggði svo Selfyssingum sigurinn nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Stjarnan hafði betur gegn 2. deildarliði Gróttu, 4-1, og Afturelding vann sigur á Þrótti í Vogum, 3-1.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan - Grótta 4-1

1-0 Garðar Jóhannesson (36.)

2-0 Darri Steinn Konráðsson (67.)

3-0 Kennie Chopart (71.)

4-0 Mads Laudrup (82.)

4-1 Jónmundur Grétarsson (90.)

Selfoss - Njarðvík 2-1

0-1 Magnús Örn Þórsson (33.)

1-1 Jon Andre Royrane (56.)

2-1 Viðar Örn Kjartansson (86.)

Þróttur V. - Afturelding 1-3

0-1 John Henry Andrews, víti (7.)

0-2 Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (68.)

1-2 Reynir Þór Valsson (71.)

1-3 Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (84.)

KFS - KB 0-1

0-1 Sigmar Egill Baldursson (90.)

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×