Enski boltinn

Faðir Van Persie segir að strákurinn hans fari aldrei til City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie gefur ungum manni eiginhandaráritun.
Robin van Persie gefur ungum manni eiginhandaráritun. Mynd/Nordic Photos/Getty
Faðir Robin van Persie hefur tjáð sig um framtíðarplön stráksins síns við spænskt blað en Van Persie sjálfur er eins og kunnugt er í fjölmiðlabanni á meðan EM stendur, að beiðni félags hans Arsenal.

Van Persie á bara eftir tólf mánuði af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning þrátt fyrir mikla pressu frá Arsene Wenger. Wenger vill að sjálfsögðu halda sínum besta leikmanni en Arsenal vill jafnframt ekki að hollenski landsliðsmaðurinn fari frítt næsta sumar.

Manchester City, Real Madrid og Barcelona hafa öll verið orðuð við Van Persie í evrópskum fjölmiðlum.

„Hann mun aldrei fara til Manchester City því hann gæti ekki spilað með öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni," sagði Bob van Persie við blaðamann El Mundo Deportivo.

„Það væri líka ekkert vit í því að fara til Barcelona því þeir eru með Leo Messi. Real Madrid væri góður kostur fyrir hann en þar eru bara svo margir stjörnuleikmann að líklega passaði hann ekki inn í það lið heldur," sagði pabbi hans Robin van Persie.

Robin van Persie átti rosalegt tímabil með Arsenal en hann varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 30 mörk auk þess að leggja upp 15 önnur mörk fyrir félaga sína í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×