Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:24 Mynd/AFP Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira