Íslenski boltinn

Sigurmarkið hans Hjartar í gær - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson sækir að ÍR-ingnum Nigel Quashie í leiknum í gær.
Hjörtur Júlíus Hjartarson sækir að ÍR-ingnum Nigel Quashie í leiknum í gær. Mynd/Pjetur
Hjörtur Júlíus Hjartarson opnaði markareikning sinn í 1. deild karla í fótbolta í sumar þegar hann skoraði sigurmark Víkinga á móti ÍR á lokamínútu leik liðanna í Víkinni í gær.

Víkingur vann leikinn 1-0 og er með fjögur stig eftir tvo leiki. Sporttv sýndi leikinn og nú er hægt að sjá sigurmarkið hans Hjartar með því að smella hér.

Hjörtur skoraði markið sitt með skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning varamannsins Davíðs Arnar Atlasonar. Hjörtur og Helgi Sigurðsson léku saman í framlínu Víkinga en þeir eru báðir á 38. aldursári.

Hjörtur skoraði 15 mörk í 19 leikjum með Skagamönnum í 1. deildinni í fyrra en hann hefur einnið farið upp með Selfossi og Þrótti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×